Ég húffa nú bara og púffa eins og stóri ljóti úlfurinn. Það er nefnilega soldið mikið að gera hjá mér þessa dagana. Er að aðlagast nýja lífinu og skipuleggja mig svo ég komist í rútínu. Ég er búin að sitja yfir bunka af rannsóknaráætlunum í dag sem ég á að skila á föstudag. Notaði svo kvöldið til að undirbúa mig fyrir kennsluna á morgun. Fór samt fyrst í góðan göngutúr svona til að ná úr mér þreytunni eftir lestur dagsins. Orkan er öll á uppleið, finn heilmikinn mun á mér frá því í síðustu viku þó svo það hafi verið svona mikið að gera hjá mér síðustu daga. Nú ætla ég að fara að sofa svo ég mæti hress á Grund í fyrramálið því ég ætla að syngja fyrir þau :-) já þið lásuð rétt ég ætla að syngja einsöng!!! Þau þurfa að vísu að syngja öll í kór á eftir. Nú eru það tölurnar sem verið er að læra. Ég er búin að raula lagið með sjálfri mér í allan dag: Einn lítill, tveir litlir, þrír litlir fingur, fjórir litlir, fimm litlir, sex litlir fingur......... :-D
03 október 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli