Ég er á útsendingarlista hjá Núinu. Ef maður svarar pósti frá þeim þá getur maður unnið hitt og þetta. Fyrst var ég voða ánægð þegar ég var að fá póst frá þeim þar sem stóð: Til hamingju með glaðninginn!! Nú tek ég orðið þátt til að skemmta mér yfir þeim glaðningum sem ég vinn. Um daginn fékk ég tvær vikur fríar í SKVASSI!! Já já ég í skvassi, glætan! Það myndi þurfa að skafa mig upp af gólfinu eftir hálfan tíma í svoleiðis sjálfspíningu ef ég væri ekki rotuð eftir að hafa fengið boltann í hausinn. Annar vinningur var 15% af naglaásetningu muahahahahaha ég með langar neglur. Það mætti reyna það á mér þegar ég verð orðin liðið lík og á leiðinni í gröfina. Annars fór ég í fótsnyrtingu síðasta mánudag (bingóvinningurinn minn síðan í vor) og reyndist vera með svona svakalega flottar tær og táneglur að konan stakk upp á því að ég fengi mér svona skraut á táneglurnar ha ha ha ha. Kannski ég taki upp á því næsta sumar að ganga í opnum sandölum með skartaðar neglur (ekki kartneglur). Maður verður víst að tjalda því sem til er og fyrst ég er með svona svakalega fínar tær þá er eins gott að láta þær sjást almennilega he he he.
27 september 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
ég hefði getað farið með þér í skvass vann líka tvær vikur:)
Sæl Guðlaug og takk fyrir kveðjuna á Lötu Grétu. Nú er ég búin að finna þína síðu. Ef Tóta kemur einhvern tíma aftur frá Barcelona þá kannski fæ ég hana til að setja þig sem link á mína síðu :) ég kanns svo lítið í tæknimálum.
Skrifa ummæli