Sarah frá Alaska fræddi mig á því að Japanir flykktust á hennar heimaslóðir á veturna í leit að Norðurljósum. Þeir munu víst trúa því að barn sem getið er í skini Norðurljósanna verði einstaklega farsælt og hamingjusamt barn. Það fylgdi þó ekki sögunni hvort þætti jafnvænlegt til árangurs að geta barnið undir þaki hótelsins. Þá veit maður hvað allir þessir Japanir eru að gera hérna í kringum áramótin, þeir halda kannski að flugeldarnir séu Norðurljós.
06 desember 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli