12 nóvember 2008

Svantes lykkelige sang

Nýjasti sófagesturinn minn er 64 ára gamall danskur ljósmyndari og fornbókasali frá Kaupmannahöfn (eins og þið sjáið þá eru sófagestir á öllum aldri). Vinur hans listmálarinn Henrik Vagn Jenssen er að opna sýningu í Hafnarborg á laugardaginn í tengslum við sýningu á myndum Sveins Björnssonar og einhverjum samtíðarmönnum hans í Danmörku. Ég er sem sagt boðin á opnunina á laugardaginn ásamt útvöldu fyrirfólki auðvitað ;) Ef ég skil Mogens rétt þá erum við boðin í kvöldmat á eftir með Henrik og spænskri eiginkonu hans og fjölskyldu hennar. Fékk líka boð í mat til þeirra á föstudaginn en var nýbúin að ráðstafa deginum þegar það kom. Það er ósköp huggulegt að fá sér morgunkaffið með Mogens og spjalla um lífið og tilveruna "livet er ikke det værste man har, om lidt er kaffen klar". Hann þræðir auðvitað fornbókasölurnar hérna og vonast til að finna einhverja gullmola á spottprís til að selja í búðinni sinni í Köben.
Já maður er aldeilis að forframast í félagsskapnum :)

Engin ummæli: