22 október 2008

Öppdeit

Það er bara búið að vera svo mikið að gera hjá mér að ég hef ekki komist í að blogga. Reyndar var tölvan líka að hrella mig svo ég gat ekkert notað hana um síðustu helgi en nú er ég búin að taka rækilega til á henni og krossa putta að það dugi. Hér er búið að vera gestkvæmt upp á síðkastið, vinir, fjölskylda og sófagestir. Alveg ægilega gaman hjá mér og dásamlegt að geta farið á kaffihús án þess að vera í stresskasti eða með sektarkennd yfir því að slæpast. Ég fór á off venue tónleika með sófagestum í síðustu viku og á sunnudaginn hóaði Adriënne vinkona mín í mig þar sem hún sat á uppáhaldskaffihúsinu okkar Babalú en þar voru aftur off venue tónleikar svona í lok Airwaves. Ég fór einmitt á Babalú með sófagestunum mínum en þar er alveg frábær þjónustustúlka að vinna. Hún er alltaf svo utan við sig og spaugileg. Þegar hún var að leggja hnífapörin á borðið hjá okkur þá fékk hún sér sæti við hliðina á okkur á meðan hahaha, aðeins að hvíla lúin bein.

Fyrripart sunnudags fór ég með Hrefnu, Finni, Bríeti og Rán í verslunarleiðangur í Smáralindina og fleiri búðir í Kópavoginum. Deginum áður hafði ég hitt Betu á kaffihúsi í Kringlunni og náttúrulega gleymdi mér alveg því það er svo langt síðan við höfum hist. Var næstum of sein að sækja Adriënne á BSÍ. Hún var hjá mér þangað til í dag og kemur svo aftur í næstu viku í nokkra daga og þá verður Brian maðurinn hennar með. 

Í gær var ég að klára að búa til veggspjald sem verður á Þjóðarspeglinum í Háskólanum á föstudaginn. Það er stutt kynning á rannsókninni minni. Svo er búið að vera heilmikið stúss í kringum kennsluna hjá mér. 

Á laugardaginn er svo útskriftardagurinn minn!! 

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hvernig lauk ítalsk-þýska þríhyrningsfarsanum í sumar? hvar er sá ítalski niðurkominn?
kv.
Rannveig

Netfrænkan sagði...

Sá ítalski hélt til síns heima í faðm unnustunnar sem sat í festum í Bologna. Sú þýska hélt enn norðar á bóginn og er nú í Lofoten þar sem hún er víst búin að finna nýjan kærasta, veit ekki hvers lenskur sá lukkulegi er hehehe

Nafnlaus sagði...

Elsku Guðlaug!
Hjartanlega til hamingju með útskriftina þína í gær. Kærar kveðjur frá sófagestunum mínum :-) Mömmu og pabba
Hittumst vonandi fljótlega kveðja
Halldóra Ósk og co hinu megin við holtið