06 október 2008

Níu merkur

Sjö marka barnið sem mig dreymdi í sumar reyndist vera níu merkur :)

Já nía varð það heillin ;-) Ég er enn í spennufalli og skýjunum og allt þar á milli hahaha. Ég kippi mér ekki einu sinni upp við að þjóðarskútan sé að sökkva. Pólverjarnir í tímanum hjá mér í dag sögðu að nú væri komið að okkur Íslendingum að flykkjast til Póllands í leit að betra lífi hehehe. Nú kemur sér vel að hafa hangið á horriminni síðustu árin, held því bara áfram. 

Næst á dagskrá hjá mér er að ná meðgönguspikinu af mér. Sund og ganga er ódýr og góð líkamsrækt. 

5 ummæli:

Unknown sagði...

Elsku frænka!
Þú ert nú alveg rosaleg! NÍU! Svakalega flott hjá þér.
Til hamingju!
Hvað er svo á stefnuskránni núna, fyrir utan að spara?!
Knús,
Ingileif.

Netfrænkan sagði...

Takk Ingileif, já ég er svo sannarlega í skýjunum enda átti ég ekki von á svona góðri einkunn. Nú ætla ég bara að kenna íslensku í vetur og njóta þess að eiga venjulegt líf. Ég er með þrjú námskeið í gangi núna. Kenni tvisvar í viku frá 13 - 18 og tvisvar í viku frá 13 - 20 sem er fínt því þá get ég notað morgnana í undirbúning og átt frí á kvöldin. Á föstudagsmorgnum er ég með umræðuhóp í einu námskeið í HÍ frá 10 - 11 þannig að ég fæ alltaf langar helgar!!

Nafnlaus sagði...

Elsku Guðlaug
Til hamingju með níuna :o)
Frábært hjá þér.
Njóttu vel að slaka á eftir þetta allt saman.
Knúsar, Kristín P :o)

Nafnlaus sagði...

Til hamingju gæskan, þú er sannkölluð ofurhetja.
Gangi þér allt í haginn þarna á horriminni :)
kv.
Rannveig Árna

Nafnlaus sagði...

Til hamingju stelpa! Þetta er stórglæsilegt hjá þér! RISAKNÚS!