Þá er ég orðin mannfræðingur :D
Þraukaði gegnum athöfnina í Háskólabíói og fór svo beint heim og lá í spennufalli það sem eftir var dags. Í dag eru það svo pönnsur í tilefni áfangans. Vaknaði tímanlega í morgun til að gefa sófagestinum mínum íslenskar pönnukökur áður en hún færi. Þetta var heilmikil upplifun fyrir hana að sjá hvernig rjómi er þeyttur og pönnukökudeig er búið til. Hún er nefnilega frá Bandaríkjunum og þar kaupa menn bara tilbúið deig og þeyttan rjóma. Þessi sófagestur er fisksali að atvinnu og ekki beint hægt að sjá það á henni. Maður ímyndar sér alltaf fisksala sem gamla karla en hér er ung kona með hring í miðnesinu, tattú og lokka út um allt bak. Stuttklippt með dreadlokka öðrum megin en nauðrökuð á hinum helmingnum af höfðinu. Afskaplega kurteis og viðkunnanleg ung kona en ég verð að viðurkenna að það var ekki gott að sjá hvort hún væri maður eða kona því hún klæðist eins og karlmaður og ekki er sílikoninu fyrir að fara í þessum barmi. Svo heitir hún Jack sem ég hélt að væri karlmannsnafn en það er víst engin mannanafnanefnd í Bandaríkjunum sem ákveður hvað er karlmanns- og hvað er kvenmannsnafn enda er algengt að sömu nöfn eru notuð á karla og konur.
Núna er Kristín systir að koma í pönnsur :)