27 júlí 2008

Humarveisla


Hér var humarveisla í kvöld í boði Vals. Hann kom nefnilega heim af sjónum í vor með rúm 5 kíló af humri og er ekki seinna vænna að hann læri að matreiða humar. Við borðuðum öll yfir okkur að sjálfsögðu og samt var afgangur. Ég tek það fram að við elduðum ekki öll 5 kílóin! Ég stakk upp á því við Val að hann  tæki afganginn með í nesti í vinnuna á morgun ha ha ha. Mér tókst að grafa upp eina flösku af krækiberjasaft af kistubotninum þannig að í eftirrétt var rjómagrautur með krækiberjasaft (svona þegar aðeins var farið að sjatna í mannskapnum). Annars sá ég á mbl.is að krækiberjasprettan á Austurlandi verður víst með betra móti. Vonandi kemst ég austur í berjamó í einhverja daga þegar ég verð búin að skila af mér verkefninu. 

Engin ummæli: