16 júlí 2008

Færeysk til fótanna

Fyrirbærafræðileg nálgun og grunduð kenning!! Þetta eru hugtökin sem ég er að vinna með núna enda heyri ég urgið í heilanum þegar hann þjösnast í gegnum þetta. Hann fær þó pásu um helgina því ég er á leiðinni austur á ættarmót. Við Valur og Ellen ætlum að leggja í hann upp úr hádegi á morgun ef allt gengur upp. Þetta verður því miður stutt stopp núna. Við keyrum til baka á sunnudaginn. Á meðan ég er fyrir austan ætlar Oddur hinn færeyski og írska kærastan hans að gæta bús og katta. Oddur ætlar að baka færeyskar pönnukökur handa mér í kvöld. Ég er bara í því að bera saman pönnukökur hinna ýmsu þjóða, ekki amalegt það ha ha ha.

Mér áskotnuðust appelsínugulir flókaskór úr þæfðri ull (gráir að innan) ekkert smá flottir enda færeyskir að uppruna.

Engin ummæli: