19 febrúar 2008

Pólsk töframixtúra

Ég var með pólskan sófagest um síðustu helgi sem gaf mér uppskrift sem mamma hans bjó alltaf til þegar einhver fékk kvef eða flensu. Þú sneiðir eða saxar hvítlauksgeira og setur í hunang. Lætur standa á hlýjum stað í sólarhring og tekur svo eina teskeið tvisvar á dag. Ég bætti að vísu við sneið af engiferrót til að gera þetta öflugra. Ég ákvað sem sagt að prófa þetta í staðinn fyrir pensilín og það bara svínvirkar. Ég er laus við hóstann og orkan öll að koma og þó fór ég að kenna bæði í gær og dag. Í fyrramálið tek ég svo aftur til við skriftir enda ekki seinna vænna.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Alltaf best að lækna sig með gömlum húsráðum ef hægt er.
Vona að þér batni fljótt og vel.
kv.
Rannveig Árna