08 febrúar 2008

Andans þurrð

Eitthvað er skriftarandinn að svíkja mig í dag. Reyndi að lokka hann til mín með því að dansa eins og gamli ítalski málarinn gerir í þorpinu sem ég heimsæki í sumar. Svei mér ef þetta er ekki að virka!! Bourdieu virðist allavega mun skiljanlegri núna.
Bavaríu pönkrokkarinn minn flaug á sínar heimaslóðir í gær. Sat í þrjá tíma í vélinni meðan verið var að moka hana út. Á meðan reytti flugstjórinn af sér brandara til að hafa ofan af fyrir farþegum, að vísu á íslensku með 10 sek. enskri þýðingu svo þeir fóru nú frekar fyrir ofan garð og neðan hjá útlendingunum í vélinni. Kannski dreymir hann um að vera uppistandari og notar tækifærið að æfa sig á farþegum Icelandair.
Valur átti að fara á sjóinn í dag, hann er að fara á frystitogara og nú á að bretta upp ermar og gerast ábyrgur í fjármálum. Brottför var reyndar frestað vegna veðurs þannig að hann nær einum degi í viðbót heima.
Góða skemmtun á Vallablóti þið sem eruð að fara þangað í kvöld!! Ég verð með ykkur í anda.

1 ummæli:

Díana Ósk sagði...

Þú ert aldrei andlaus:) Ég hef ekki séð það eða skynjað í öll þau ár sem ég hef þekkt þig;)

Ég er að flytja í bloggheimi og langar að biðja þig að breyta linknum hjá þér:)

Er flutt á www.dianaosk.blogspot.com