Þið sem þetta lesið og voruð í Hallormsstaðaskóla, farið inn á þessa síðu og skráið ykkur. Látið svo endilega fleiri gamla nemendur vita af henni.
15 september 2007
14 september 2007
Hvar er klósettið?
Danskir jafnréttisfrömuðir eru í miklu uppnámi yfir mynd af þremur ungum konum í hernum af því þær eru að pissa úti í guðsgrænni náttúrunni. Myndina tók kona í fjölmiðlanámi í Árósum og fylgir myndin grein um hvernig það er að vera kona í hernum. Þær sem á myndinni eru höfðu ekkert á móti birtingu myndarinnar enda væri þetta bara eðlilegasti hlutur í heimi að pissa. Persónulega þá sé ég ekkert athugavert við myndina og finnst hún í raun bara mjög vel heppnuð af því hún er svo lýsandi og segir meira en mörg orð.
Hvað felst í því að vera hermaður? Jú meðal annars að það er ekki alltaf hægt að komast á klósett og maður þarf jafnvel að gera þarfir sínar fyrir allra augum, bæði karlar og konur. Það þýðir ekki að vera með einhvern pempíuskap þegar maður er í miðri eyðimörk að leita að al kaída talíbönum. Það kemur einmitt fram í greininni sem myndin birtist með, að konurnar hafi átt erfitt með bara að segjast þurfa á klósettið í byrjun þjálfunar og þó höfðu þær aðgang að venjulegu salerni þá. Eins og alltaf þá er þetta bara spurning um viðhorf og aðstæður. Það er allt í lagi að liggja berbrjósta á ströndinni fyrir allra augum en maður fer ekki þannig út í búð, eða er það?
Hvað felst í því að vera hermaður? Jú meðal annars að það er ekki alltaf hægt að komast á klósett og maður þarf jafnvel að gera þarfir sínar fyrir allra augum, bæði karlar og konur. Það þýðir ekki að vera með einhvern pempíuskap þegar maður er í miðri eyðimörk að leita að al kaída talíbönum. Það kemur einmitt fram í greininni sem myndin birtist með, að konurnar hafi átt erfitt með bara að segjast þurfa á klósettið í byrjun þjálfunar og þó höfðu þær aðgang að venjulegu salerni þá. Eins og alltaf þá er þetta bara spurning um viðhorf og aðstæður. Það er allt í lagi að liggja berbrjósta á ströndinni fyrir allra augum en maður fer ekki þannig út í búð, eða er það?
09 september 2007
Asísk lækning
Það er ótrúlega erfitt að gera ekki neitt. Ég er samt að reyna mitt besta að hlýða og safna orku. Hef svo sem ekki þurft annað en að ryksuga eða eitthvað annað smálegt til þess að minna mig á því ég fæ þá handskjálfta eins og parkisons sjúklingur. Daníel hefur lagt sitt af mörkum til að ég sé til friðs og lánað mér asískar myndir til að horfa á. Er búin með tvær, Oldboy sem er mjög góð japönsk mynd en Daníel gleymdi samt að vara mig við að atriði í henni séu ekki fyrir viðkvæma ehemm. Hin myndin House of flying daggers sem er japönsk/kínversk er sannkallað augnakonfekt og hreinlega eins og eitt langt málverk. Fyrri myndin fékk mig til að reka upp ógeðishljóð af og til, ég meina að borða lifandi kolkrabba ojjjjjjj eða rífa allar tennur úr manni kræst! Það voru samt ekki minni hljóð frá mér í lok síðari myndarinnar enda ég farin að hágrenja með ekka af allri dramatíkinni ha ha ha. Ég á eina eftir Restless, kóreska ævintýramynd í anda WOW skilst mér. Eftir að hafa skoðað trailerinn þá á ég von á svipuðu táraflóði og áðan he he he. Af hverju ætli asískar myndir endi yfirleitt alltaf sorglega?
06 september 2007
Jebb
Úrskurðurinn er ofþreyta og ekkert hægt að gera nema hvíla sig. Ég hefði átt að hneykslast meira á móðursystkinum mínum fyrir að vinna sér til óbóta.
Riverbend
Loksins! Ég var farin að hafa áhyggjur af afdrifum Riverbend því hún hafði ekki bloggað síðan í apríl. Fjölskyldan komst sem betur fer heil á húfi til Sýrlands. Alhamdulillah.
05 september 2007
Hingað og ekki lengra
Ég er komin í veikindaleyfi frá sambýlinu um óákveðinn tíma. Er ekki enn búin að fá niðurstöður úr blóðprufum en er eiginlega komin á þá skoðun að ég sé búin að níðast of mikið á líkamanum mínum síðasta árið og hann sé búinn að segja stopp. Það kemur víst alltaf að því og ætli maður verði ekki að horfast í augu við það að ekki yngist maður he he he.
02 september 2007
Djúpa laugin
Ekki hefði mér dottið það í hug þegar ég byrjaði í skólanum fyrir nokkrum árum síðan að ég ætti eftir að sitja í hópi SAMkennara í Háskóla Íslands. Það gerðist samt á föstudaginn og mér fannst það eiginlega hálf óraunveruleg upplifun. Á eftir var svo haustfagnaður Félagsvísindadeildar þar sem kennarar og annað starfsfólk deildarinnar kom saman og gerði sér glaðan dag. Enn óraunverulegra takk fyrir. En allavega þá hlakka ég bara til að takast á við þetta verkefni og trúi því að heilsan fari öll að koma til baka. Ég er búin að taka þá ákvörðun að skella mér bara í djúpu laugina og segja upp á sambýlinu í þeirri trú að mér takist að snapa einhver verkefni til þess að eiga í mig og á. Að vísu er þriggja mánaða uppsagnarfrestur en ég ætla að reyna að fá að minnka strax eitthvað við mig. Svo er auðvitað að koma frá sér blessuðu meistaraverkefninu. Unnur Dís ætlar að setja smá pressu á mig enda þarf ég þess til að komast í fjórða eða fimmta gír. Markmiðið er útskrift í febrúar!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)