09 september 2007

Asísk lækning

Það er ótrúlega erfitt að gera ekki neitt. Ég er samt að reyna mitt besta að hlýða og safna orku. Hef svo sem ekki þurft annað en að ryksuga eða eitthvað annað smálegt til þess að minna mig á því ég fæ þá handskjálfta eins og parkisons sjúklingur. Daníel hefur lagt sitt af mörkum til að ég sé til friðs og lánað mér asískar myndir til að horfa á. Er búin með tvær, Oldboy sem er mjög góð japönsk mynd en Daníel gleymdi samt að vara mig við að atriði í henni séu ekki fyrir viðkvæma ehemm. Hin myndin House of flying daggers  sem er japönsk/kínversk er sannkallað augnakonfekt og hreinlega eins og eitt langt málverk. Fyrri myndin fékk mig til að reka upp ógeðishljóð af og til, ég meina að borða lifandi kolkrabba ojjjjjjj eða rífa allar tennur úr manni kræst! Það voru samt ekki minni hljóð frá mér í lok síðari myndarinnar enda ég farin að hágrenja með ekka af allri dramatíkinni ha ha ha. Ég á eina eftir Restless, kóreska ævintýramynd í anda WOW skilst mér. Eftir að hafa skoðað trailerinn þá á ég von á svipuðu táraflóði og áðan he he he. Af hverju ætli asískar myndir endi yfirleitt alltaf sorglega? 

Engin ummæli: