30 ágúst 2007

Aftur á byrjunarreit

Jæja ekki reyndist þetta vera Einkyrningasótt og eins er búið að útiloka streptokokka þannig að nú erum við aftur á byrjunarreit. Ég fór því á læknavaktina í kvöld og bar mig illa svo doksi ákvað að senda mig í allsherjarblóðprufu á morgun þar sem 24 atriði verða tékkuð. Á að fá niðurstöðu á mánudag og krosslegg fingur að einhver skýring finnist.

28 ágúst 2007

The great mystery???

Musso musso! Þetta er halló á japönsku, mér finnst það svo fyndið. Var að horfa á japanska mynd og hélt fyrst að þeir væru að fíflast þegar þeir svöruðu í svona í gemsana sína ha ha ha.
Síðustu vikur hefur einhver dularfull veiki verið að hrjá okkur Daníel. Ég er búin að vera svona frá því um miðjan júlí og er orðin frekar þreytt á þessu. Grunur leikur á að þetta geti verið einkyrningasótt því mörg einkennanna benda til þess. Bara svo þið vitið það þá smitast hún ekki eingöngu með kossum enda höfum við Daníel pottþétt ekki verið í neinu kossaflensi a.m.k. ekki við hvort annað. Annars á hann að fara í blóðprufu á morgun og fær niðurstöðu á fimmtudag svo ég bíð og sé til hver niðurstaðan verður. Ég er samt allavega laus við kvefið sem ég fékk um daginn en DAMN hvað ég er búin að fá nóg af þessu pestarveseni. Já og svo er ég víst járnlaus og á að dæla í mig járni þar til ég segi bojojojong.

26 ágúst 2007

Álfamærin í skóginum

Eivør Pálsdóttir - Brostnar Borgir (live)

23 ágúst 2007

Islam og kristni

Fyrir þá sem hafa áhuga þá er ég annað slagið með stutta pistla á mannfræðiblogginu mínu um Islam. Er búin að skrifa tvo um Adam og Evu og Jesús og Maríu.

Valbjörg

Ég vil benda fjölskyldunni á að Valbjörg hefur verið uppfærð enda hefur yours truly stjórnsama tekið við stjórninni þar. Það er linkur á hana hérna á Netfrænkunni undir Forfeður og frændgarður.

22 ágúst 2007

Bílar í dag

Ég er greinilega enn í gamla tímanum þegar kemur að bílum. Allt þetta rafmagnsdót og þjófavarnir eru fyrir ofan minn skilning. Ég fékk nýja bílinn hans Vals lánaðan og lenti í ægilegum hremmingum. Það er auðvitað þjófavörn í honum og ef opnað er með lykli þá fer hún í gang með miklum látum. Ég var eitthvað klaufsk með fjarstýringuna og fékk hana engan veginn til að aflæsa bílfjandanum. Einhvern veginn tókst mér samt að starta bílnum og hann enn læstur!!! Það greip mig að sjálfsögðu algjör panik og ég sá bílinn fyrir mér bruna af stað á undan mér. Því greip ég til þess ráðs að opna með lyklinum sem setti náttúrulega þjófavörnina í gang. Mér tókst á einhvern hátt að slökkva á henni og hef ekki hugmynd um hvernig, en það drapst líka á bílnum. Nú þá ætlaði ég að starta honum með lyklinum en nei nei fer ekki bölvuð þjófavörnin aftur í gang og mér brá svo að ég ýtti eins og brjálæðingur á alla takka á fjarstýringunni og tókst á endanum að slökkva á þessu drasli. Held ég sé búin að ná tökum á þessu núna.

21 ágúst 2007

Já konan

Jæja þá er ég búin að bæta við mig vinnu. Algjör já kona þessa dagana, en maður verður að grípa hvert tækifæri sem kemur á framabrautinni er það ekki? Mér bauðst sem sagt að taka að mér einn umræðuhópinn í Eigindlegum rannsóknum I. Það er bara 40 mínútur einn morgun í viku en að vísu er hellings vinna að fara yfir öll verkefnin sem þau skila. Þetta er bara svo ansi gott fyrir ferilskrána mína, ekki veitir af að bæta
á hana áður en ég sæki um doktorsnámið. Ég er heldur ekki í neinum kúrsum núna svo þetta ætti ekki að ganga alveg frá mér.
Sveppurinn er að skila sínu og orkan á uppleið. Kvefið nánast horfið.