24 apríl 2009

Fæðingarsagan



Beth fékk verki klukkan 8 á miðvikudagskvöldið og um 11 voru þeir orðnir reglulegir með 7 mínútur á milli. Við ákváðum því að drífa okkur á spítalann í Hreiðrið en þar sem blóðþrýstingurinn var mjög hár vorum við sendar yfir á fæðingarganginn. Þar kom í ljós að útvíkkun var ennþá bara einn sem venjulega þýðir að konan er send aftur heim en blóðþrýstingshækkunin gerði það að verkum að það var ákveðið að hún færi ekki heim að svo stöddu. Hún fékk lyf til að lækka blóðþrýstinginn og verkjalyf til að ná að sofa. Hún var með stöðugar hríðir og um morguninn var útvíkkun komin í 3 en sá litli var orðinn þreyttur og búinn að hafa hægðir í legvatnið. Þá var ákveðið að sprengja belginn, við það hörðnuðu hríðirnar mikið og blóðþrýstingurinn hækkaði aftur verulega hjá Beth. Til þess að ná honum niður var ákveðið að hún fengi mænudeyfingu, þar sem það var frídagur voru færri á vakt svo hún þurfti að bíða þó nokkurn tíma áður en mænudeyfingin kom. Allan daginn var hún með harðar hríðar en leið betur út af mænudeyfingunni. Um fimmleytið voru þau bæði orðin mjög þreytt en útvíkkun var enn bara 4 svo það var ákveðið að taka hann með keisaraskurði. 17.40 kom hann svo loksins í heiminn og ég fékk hann í fangið og hélt á honum meðan verið var að ganga frá skurðinum. Ég grét að sjálfsögðu þvílíkt en sem betur fer var ég með grímuna svo horið var ekki út um allt hahahahaha og svo byrjaði hann á að pissa á mig sem er víst mikil blessun sagði Beth :D Hún fékk hann svo í fangið um leið og við vorum komnar út af skurðstofunni og lagði hann strax á brjóst sem hann var ægilega ánægður með :D Hún fær einhverja nýja verkjameðferð sem þýðir að hún fær líklega að fara heim eftir 2 til 3 daga og fær þá ljósmóður heim daglega. Anna Gerður kemur til hennar á laugardagskvöldið og verður í einhverja daga hjá henni Beth til mikillar gleði.

8 ummæli:

Dilja sagði...

Ohh hann er algjört æði. Gott að öllum heilsast vel.
Knús Dilja og co

Nafnlaus sagði...

Algjört krútt, við Bríet heimsækjum þau á þriðjudaginn á leiðinni til Danmerkur.´
Kristín María

Unknown sagði...

Gott að allt gekk vel. Er vissum að pissa á viti á mjög gott fyrir guttan og alla.

Babzy.B sagði...

Gulla who is this cute baby ???

Nafnlaus sagði...

Voða sætur drengur. Guðlaug mín, mér finnst stundum að þú hljótir að vera arftaki móður Theresu.
kveðja
Rannveig

Netfrænkan sagði...

Ely it´s my "grandson" his mother is from Kenya and she's in my big international family. I was there when he was born :D after 17 hours of labour they had to take him by caeserian. I was the first to hold him and of course cried my eyes out hahaha then he peed on me which is supposed to be a blessing for me :D
I´ve been very busy lately and then my computer is finally giving up but my fosterson lent me his laptop until I buy a new one so i´ll meet you soon on msn :D Hugs and kisses XXX

Netfrænkan sagði...

Það er nú ekki leiðum að líkjast Rannveig mín en heldur djúpt í árina tekið að líkja mér við hana :)

Babzy.B sagði...

congratulations to the mother , beautiful baby, and wow it must have been an exceptional moment for you too ;)