30 júní 2008

Lolla á Ítalíu

Já ég er komin heim í íslenska sumarið! Satt að segja þá kann ég bara vel að meta kulið í loftinu eftir molluna í Casalabate og það var ákveðin fró í því að finna kuldann nísta inn að beini eftir margra klukkutíma tónleika á laugardagskvöldið. Síðustu 3 dagarnir voru mér svolítið erfiðir þegar hitinn var kominn vel yfir 30°C enda hélt ég mig ýmist innandyra eða í skugganum þar til seinnipartinn en kvöldin voru best. Reyndar fékk ég líka nýtt nafn á Ítalíu en þar geng ég undir nafninu Lolla. Ástæðan fyrir því er að það er vonlaust fyrir Ítali að bera fram nafnið Guðlaug en þegar ég bauð þeim að nota Gulla í staðinn þá sló fyrst þögn á mannskapinn en síðan hófst mikil diskúsjón á ítölsku sem endaði með því að mér var tilkynnt að þau gætu bara alls ekki kallað mig RASS (eins og Gulla hljómar víst á ítölsku) því væru þau með þá tillögu að kalla mig Lollu sem ég samþykkti auðvitað umsvifalaust því hver vill vera kallaður RASS eða RASSA. Ég set fljótlega inn myndir á netalbúmið mitt, er búin að vera ægilega bissí eftir að ég kom heim, þurfti að skila af mér til Unnar Dísar í dag og hitti hana í fyrramálið að ræða framhaldið. Er líka með fullt hús af sófagestum í nokkra daga en þeir sjást nú bara snemma á morgnana og kvöldin.

Engin ummæli: