05 júní 2008

Kona á barmi taugaáfalls

Ég er víst búin að vera ódugleg að blogga upp á síðkastið. Ástæðan er aðallega sú að það er bæði búið að vera mikið að gera hjá mér og svo er ég eiginlega á síðustu orkudropunum. Ég fékk skýringu í síðustu viku á því hvað gerðist hjá mér síðasta sumar þegar líkaminn gafst upp og ég gat ekki svo mikið sem haldið á vatnsglasi. Þetta var víst taugaáfall og þeir sem það hafa fengið segja mér að það geti tekið langan tíma að ná sér aftur. Þar sem ég gaf mér engan tíma til þess og var fljótlega aftur að drukkna í vinnu þá má ég víst þakka fyrir að vera ekki búin að fá annað áfall. Ég ákvað því að afþakka alla vinnu í júlí og ágúst og lifa á Kaupþing banka á meðan ég klára MA verkefnið mitt. Þannig að vonandi kem ég úthvíld og endurnærð frá Ítalíu í lok júní tilbúin í slaginn. Nú er bara vika í Ítalíu og dagarnir silast áfram ég hlakka svo til. Ég klára tvö síðustu námskeiðin næsta miðvikudag og stekk svo upp í næstu vél morguninn eftir.

Engin ummæli: