28 október 2007

Veisla í Holtinu

Hér er búin að vera standandi veisluhöld í allan dag. Kolbrún A kom í heimsókn með krakkana þannig að ég ákvað að baka eplaköku og pönnsur. Ég stóðst að sjálfsögðu ekki freistinguna og gúffaði í mig vænum skammti af heitri eplaköku með rjóma. Daníel og Kolbrún tóku sig svo til og klipptu nokkra dreadlokka úr feldinum á Snædísi þannig að í stað þess að líta út eins og rastafari þá er hún núna eins og miðaldra pönkari. Daníel er svo kominn með það verkefni að sjá um að kemba henni þegar hann kemur í heimsókn. Ég fæ auðvitað ekki að koma nálægt henni, hræðilega konan með lyfjadæluna.
Í kvöld eldaði ég svo lambalæri a la mamma fyrir allt strákastóðið mitt og var sannkölluð jólastemning í holtinu. Við borðuðum nefnilega inn í stofu, kveiktum á kertum út um allt og drukkum malt og appelsín með matnum. 

Engin ummæli: