06 október 2007

Hræðileg fráhvörf

Loksins komst ég til Kolbrúnar grasalæknis og er afskaplega ánægð með það. Að hennar sögn er allt að gefa sig inni í mér vegna óhóflegs álags á líkamann síðustu tvö ár. Lifrin er ekki að standa sig, nýrnahetturnar hálf losaralegar og brisið veit ekkert hvað það er að gera. Ég verð því að gera nokkrar breytingar á mataræðinu, sem betur fer borða ég yfirleitt nokkuð heilsusamlega þannig að þetta verða engar róttækar breytingar. Það versta er að þurfa að hætta kaffidrykkju og í dag er fyrsti kaffilausi dagurinn. Líðanin er mjög einkennileg núna, er ekki syfjuð en augnlokin haldast varla uppi og ég á erfitt með að hugsa. Nú er bara drukkið mjólkurbland s.s. heitt vatn með dash af hunangi og slettu af mjólk. Að auki fékk ég einhverjar góðar jurtir til að hjálpa líffærunum að komast í gang aftur. Planið er sem sagt að lifa afskaplega regluföstu og heilsusamlegu lífi á næstunni þar sem hreyfing og hugleiðsla verða fastir liðir. Magadansinn verður því tekinn upp aftur enda alveg glimrandi góð alhliða hreyfing. Á morgun skrifa ég upp vikuáætlun fyrir þetta nýja líf en nú þarf ég hreinlega að nota vökustaura ef ég á að halda augunum opnum lengur ZZZZzzzzzzzzz

2 ummæli:

AnnaKatrin sagði...

Hvar fær maður vökustaura? Hef aldrei heyrt það orð fyrr, en ímynda mér þá sem eldspýtur á milli augnlokanna eins og í teiknimyndunum.

Vona að líkaminn þinn fagni nýju áætluninni. Hafðu það gott.
ak

Netfrænkan sagði...

Mér skilst að í gamla daga hafi sjómenn einmitt notað eldspýtur eða eitthvað álíka til þess að halda augunum opnum eftir óhóflega vöku. Þaðan sé þetta orð vökustaurar komið. Nú ef ég er að bulla eitthvað þá mega þeir sem vita betur leiðrétta mig.