08 október 2007

Kaffið bætir hressir og kætir....eða var það maltið?

Mér tókst að vera kaffilaus í gær en verð að viðurkenna svindl í dag. Þetta var langur dagur og klukkan fjögur var ég að byrja að kenna í tvo tíma og augnlokin farin að síga verulega. Ég freistaðist því til að fá mér hálfan kaffibolla og réttlætti það auðvitað með því að líkaminn þyrfti að trappa sig niður ha ha ha. En á morgun kemur nýr dagur og ég geri mitt besta til að eiga kaffilausan dag. Í dag lærði ég að segja kaffi á pólsku og kínversku það er kaffa og jahveh. Á morgun ætla ég að læra að segja kaffi á rússnesku, litháísku, portúgölsku og singalísku. Ætli ég sé nokkuð komin með kaffi á heilann!!

Engin ummæli: