24 september 2007

Nýtt líf

Jæja þá er ég byrjuð nýtt líf. Formlega hætt á sambýlinu og farin að kenna íslensku fyrir útlendinga hjá Alþjóðahúsi. Enn sem komið er kenni ég einum hópi en ég reikna með að fá fleiri á næstunni. Heilsan er smám saman að koma til baka. Ætli ég sé ekki komin í svona 50% orku en í þar síðustu viku var hún ekki nema 10% þannig að ég er á uppleið. Verð samt að passa mig á því að fara mér hægt svo ég fái ekki bakslag. Ég fékk grænt ljós á að fresta útskrift þar til í vor þannig að þá er sú pressa frá. Það var eiginlega ekki fyrr en í síðustu viku sem ég áttaði mig á hvað ég var búin að ganga nærri mér líkamlega. Svo nærri mér að ég þurfti að endurskoða líf mitt algjörlega. Ég er samt mjög sátt við þá endurskoðun og hlakka til að takast á við ný verkefni. Það verður svo bara að koma í ljós hvernig mér gengur að skrapa saman fyrir reikningum. Hingað til hefur það bjargast og ætli það geri það ekki áfram, ég ætla að minnsta kosti ekki að hafa áhyggjur.

Engin ummæli: