30 ágúst 2009

Haustið í nánd

Ingileif benti mér á að ekki hefðu allir gefist upp á því að kíkja hér inn og það gladdi mig mikið. Svo nú er sumarfríið búið hjá Netfrænkunni sem lofar að skrifa hér oftar. Eftir danska daga og austurferð lagðist ég í tveggja vikna pest og síðan hefur verið fullt hús af gestum eins og vanalega :) Eins og er eru tvær miðaldra sænskar frúr hjá mér á vegum sonar annarrar þeirra en hann er í sófaklúbbnum og bað mig fyrir þær. Þær eru afskaplega viðkunnanlegar og þægilegar konur sem reka saman fótaaðgerðastofu í Jönköping svo nú á ég heimboð í gestahúsið hennar Moniku og fótanudd- og snyrtingu hjá þeim ef ég fer í Svíþjóðarreisu. Í gærkvöldi buðu þær mér út að borða á Indian Mango sem er alveg frábær staður. Þær voru búnar að bjóða mér fyrr í vikunni en vildu ekki segja mér hvaða staður það væri því þær vildu koma mér á óvart. Mér fannst þetta ægilega spennandi og var búin að bíða spennt eftir þessu. Það var því mjög ánægjulegt þegar þær stoppuðu fyrir framan Indian Mango því ég hef einu sinni farið þangað áður og er mjög hrifin af þessum stað. Í dag eru þær í Gullfoss og Geysi ferð í glampandi sól og blankalogni og eru held ég bara afskaplega ánægðar með þessa Íslandsferð sína. Sonurinn sendi mér skilaboð áðan því enginn hefur heyrt í þeim frá því þær fóru síðasta mánudag og hann var greinilega orðinn áhyggjufullur hahahaha.
Ég er nýbúin að upplifa annað ítalskt drama sem ég get sett í bókina mina sem ég mun skrifa á efri árum um sófagestaævintýrin mín. Sú saga kemur hér fljótlega.

1 ummæli:

Unknown sagði...

gaman að sjá þig aftur hérna. Það er svo gaman að fylgjast með hvað er að gerast hjá þér. Ef að þú skreppur í fótanudd til Svíþjóðar þá er ekki lagnt til okkar:-)