01 febrúar 2009

Grátt eða blátt eða kannski ekki neitt

Það má reikna með að gráu hárunum fjölgi verulega á höfðinu á mér á næstunni. Ég keypti að vísu lit í gær til að flikka upp á útlitið en varð heldur betur um þegar ég sá verðið. Síðast þegar ég keypti hárlit kostaði hann um 1100 kr en er núna á tæpar 2.600 kr !!! Daníel stakk upp á því að ég krúnurakaði mig bara og hver veit nema það verði næsta sparnaðaraðgerð hjá mér.
Í dag kom til mín yngsti sófagestur sem ég hef hýst og mun varla hýsa þá yngri. Þetta er lítil þriggja og hálfsmánaðargömul stelpa og algjört krútt. Mamma hennar er þýsk en pabbi hennar frá Gíneu. Hún er hérna með mömmu sinni sem hefur verið á Íslandi oftar en einu sinni og er núna á leiðinni norður á Sauðárkrók að heimsækja vinafólk. Þær mæðgur verða hjá mér í þrjár nætur og ég er himinlifandi yfir heimsókninni.
Valur tók sig til og gekk á Esjuna í gær. Hann týndi vettlingunum, húfunni, sólgleraugunum og batteríunum úr myndavélinni í ferðinni. Ég þakkaði bara fyrir að hann komst heilu og höldnu niður af fjallinu. Hann fer út á sjó á morgun á einhvern ísfisktogara úr Hafnarfirði.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú ert bara velkomin í hóp okkar biðukollanna.kv.s