10 desember 2008

Jólaókindur á kreiki

Ég hef verið að segja nemendum mínum frá ýmsum jólaókindum eins og Jólakettinum, Grýlu, Leppalúða og svo gömlu jólasveinunum. Þau horfa á mig með hryllingi enda ekki furða þegar maður fer að spá í það. Ég get ekki ímyndað mér að börnin hafi hlakkað mikið til jólanna hér áður fyrr því þá fóru þessar ókindur á kreik. Ef þú lentir ekki í krumlunum á Grýlu þá var viðbúið að Jólakötturinn næði að læsa klónum í þig. Það skipti ekki máli hvort þeirra náði þér því örlögin voru þau sömu, þú varst étinn!!!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Og hugsaðu þér hvað tilhugsunin um Jólaköttinn hefur verið ógnvekjandi fyrir börn áður fyrr, þá var ekkert víst að þau fengju nýja flík fyrir jólin - sem var dapurlegt og til að bæta gráu ofan á svart átti þá að koma eitthvað skrímsli og éta þau.
kveðja
Rannveig Árna