27 desember 2008

Bruni (BB)

Ég er illa haldin í dag :( mér tókst að brenna mig á hægri úlnlið og handarbaki þegar ég var að hella mér upp á kaffi í dag. Að sjálfsögðu var atgangurinn svo mikill að kaffikorgurinn var út um allt gólf og skáphurðir. Ellen sagði að mér væri nær að fá mér ekki almennilega kaffivél í staðinn fyrir að sullast þetta á gamla mátann hahaha. Ég ætla nú samt að þrjóskast áfram við uppáhellinguna! Ég hafði það af að skúra eldhúsið með harmkvælum þó og með því að kæla brunann á 2ja mínútna fresti. Nú er ég að fara yfir lokaskýrslur nemenda og þarf að sitja við það í allt kvöld eins og í gærkvöldi. Mesti sársaukinn er farinn þannig að þetta ætti að hafast, bara ein blaðra sem þvælist aðeins fyrir.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Humm, þetta er ekki gott. En minnir mig á að kaupa gúmmíhanska því ég ætla að sjá hvort ég ráði ekki við að strjúka yfir gólfin fyrir áramót.
Vona að þú og þínir eigi góð áramót :)
kv.
Rannveig Árna