25 september 2008

Er á lífi!

Ég þori ekki annað en að gefa frá mér smá lífsmark, fólk er farið að hafa áhyggjur :-) Ég er enn að ströggla við ritgerðina en NÚNA er loksins farið að sjá fyrir endan á þessu. Ætti að ná að klára um helgina. Ég er líka byrjuð á fullu í kennslunni og er komin með þrjá hópa alla eftir hádegi frá mánudegi til fimmtudags. Á föstudagsmorgnum er ég með hópinn í háskólanum og ætla að láta þetta duga. Fínt að hafa morgnana til að undirbúa kennslu svo ég fái kvöldin frí.

Heimilishjálpin mín er búin að fá vinnu (bæði tvö) og íbúð og flytja sennilega inn á morgun. Þau eru komin til Íslands til að setjast að fyrir fullt og allt og ég ætla að sjá um að kenna þeim íslensku þegar ég verð búin. Ég er náttúrulega búin að tryggja mér "barnabörn" þegar þau koma og ætla að vera íslenska amman :-D 

Valur sá um matseldina í kvöld og steikti snitsel sem beið mín þegar ég kom heim úr vinnunni. Hann langaði í brúnaðar kartöflur með og þessi fyrsta tilraun hans tókst bara ágætlega. Ég var ekki einu sinni nálægt til að hjálpa honum, sem betur fer því ég tek alltaf stjórnina. Hann segist vera kominn með mission, að elda reglulega. Í fyrradag var það bolognese sem er hans spesíalitet. 

Ég lofa því að um leið og ég er búin að skila þá verður það tilkynnt hérna stórum stöfum :-)

Já og Ólöf og Benni, TIL HAMINGJU MEÐ BARNABARNIÐ!!!!!!!

1 ummæli:

Kitty sagði...

Til hamingju með daginn, vonandi áttir þú yndislegan dag og gast gert það sem þér sýndist!
Kv Kolbrún A