17 september 2008

Au pair

Ég er komin með mexíkóska heimilishjálp, tvöfalda meira að segja. Þetta eru ung hjón sem eru að flytja til landsins og verða hjá mér fyrst um sinn. Hér verður sem sagt mexíkóskur matur á borðum á næstunni og séð um uppvask og þrif fyrir mig jibbbíííí!!!!!!!

Skrifin ganga bara nokkuð vel og 98% öruggt að ég skili á mánudaginn. Í gær leit út fyrir að ég væri að fá pest var með hálsbólgu og dúndrandi höfuðverk. Sauð mér fjallagrasaseyði og dældi í mig C vítamíni og sólhatt og eftir góðan nætursvefn er ég allt önnur. Guði sé lof að þetta er að verða búið!

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta hljómar vel, hvar getur maður komið sér í svona sambönd?
Kristín María

Netfrænkan sagði...

Nú á Couch surfing auðvitað :D

Nafnlaus sagði...

Æi, gott að þér tókst að hrekja pestarskítinn á brott.
Gangi þér vel að klára ritgerðina. Þú verður örugglega svífandi um í algeru tómarúmi þegar þeim skrifum er lokið :)
kveðja
Rannveig Árna

Nafnlaus sagði...

Baráttukveðjur!
Gígja

Unknown sagði...

Elsku Guðlaug!
Vona að þú sért ekki dauð! Og vonandi ertu búin að skila og þú bara í smá netpásu... ;)
Kærar kveðjur,
Ingileif.