14 nóvember 2008
Mótmælastaða og kokkteilboð
Henrik hringdi í gærkvöldi með breytt plan. Hann hafði verið að tala við konuna hans Einars Más og við eigum því fyrst að mæta í mótmælastöðu. Opnuninni seinkar því um klukkutíma. Mogens er búinn að vera að telja upp allt það mektarfólk sem mætir svo þetta verður ábyggilega mjög athyglisverður dagur hjá mér. Hann fór í dag með Henrik og frú og spænska tengdafólkinu í humarsúpu á Sægreifanum í hádeginu. Ég var búin að senda hann þangað og hann hreifst auðvitað af staðnum eins og allir sófagestirnir mínir gera :)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Mér skilst að fólk sé í vandræðum með að kommenta hérna. Ég er að reyna að finna út úr því.
Guðlaug
hmmm ég lenti ekki í neinum vandræðum Jóka! Merktirðu örugglega við nafnlaus áður en þú postaðir kommentið?
Hæ Guðlaug:)
Já, það er þetta með að vilja ekki vera nafnlaus...., ég verð þá bara að reyna að sætta mig við það og vera No name konan, sem er kannski ekki svo slæmt. Prufa þetta svona. Kv. Jóka
Skrifa ummæli