24 nóvember 2008

Farvel

Þá er Mogens floginn á braut og ég þarf að byrja nýja morgunrútínu og hella sjálf upp á kaffið. Þegar ég fer næst til Köben verður bókastöflunum rutt úr sófanum hans til þess að koma mér fyrir þar :D Henrik og Kirsten hringdu í mig í gærkvöldi til að kveðja og bjóða mér í heimsókn þegar ég kem til Danmerkur, þessar elskur. Enn og aftur er ég búin að kynnast hreint frábæru fólki í gegnum sófagestasíðuna.
Ég sé fram á nokkuð rólega viku og ætti því að ná að slappa aðeins af áður en prófyfirsetan byrjar í næstu viku. Þá verður það stress fram að jólum.

Engin ummæli: