Ég var að átta mig á hvað tíminn flýgur, það er kominn nóvember og nú þarf að finna heppilega dagsetningu fyrir laufabrauðsbakstur. Jiii það eru bara að koma jól!!! Þar sem ég er í harkinu í vinnumálum þá ætla ég að reyna að fá sama djobbið og í fyrra, að sitja yfir í prófum í Háskólanum. Alveg ágætis uppgrip og fínt að fá einhvern aur í janúar.
Vinafólk mitt frá Danmörku er búið að vera hjá mér síðustu viku en þau eru að fara í nótt og ég á eftir að sakna þeirra. Í gærkvöldi var veislumáltíð hjá okkur því ég á svo mikinn skötusel og humar sem þarf að koma í lóg. Að sjálfsögðu var Brian settur í kokkaríið enda algjör meistarakokkur og nammi namm hvað þetta var gott hjá honum. Ég er að hamast við að borða fiskinn úr kistunni og er langt komin með þorskinn og humarinn. Valur ætlar nefnilega að skella sér á sjóinn aftur eftir áramótin enda lítið að gera smíðavinnunni þó enn hafi hann vinnu við það.
1 ummæli:
Vá, en flott að fá að koma í heimsókn til þín og "þurfa" að hjálpa til við að tæma kistuna! Pant fá að koma einhvern tímann og hjálpa til við það! Humar og skötuselur hljómar alls ekki illa... :)
Knús,
Ingileif.
Skrifa ummæli