Ég fékk þessa skondnu fyrirspurn í íslenskutímanum í dag frá einum kvenkyns nemanda mínum, konu á fimmtugsaldri. Gulla! Ísland maður striptease? Það tók mig smástund að skilja hver spurningin væri og vakti þetta mikla kátínu í tímanum. Hún var alveg hissa á því að það væru bara staðir þar sem konur strippa og er greinilega orðin langeyg eftir að sjá íslenskt lambhrútakjöt í allri sinni dýrð. Ég sagðist nú lítið vita um þetta en rámaði í að hafa séð viðtal við einhvern karlstrippara í Grindavík í einhverju blaði fyrir stuttu síðan. Henni leist nú ekki á að leita hann uppi þar og sagði svo að þetta væri allt í lagi því hún væri á leiðinni heim í frí og myndi bara kíkja á strippstað þar hahahahaha
Hér er kannski atvinnutækifæri fyrir íslenska full monty karla í kreppunni ;)
12 nóvember 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli