10 desember 2007
Jólagosið
Bara svo þið vitið það þá hefur allt leikið á reiðiskjálfi hjá Upptyppingum síðustu tvo daga. Svo sem ekkert stórir skjálftar en alveg mýgrútur af þeim. Varð bara að deila þessum skjálfta áhuga mínum með ykkur. Ég gæti allt eins trúað því að von sé á jólagosi og þá á ég ekki við kóklestina frá Vífilfelli.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Væri þetta ekki flott nýársljósasjó?
En grínlaust, það væri ljóta ef færi að gjósa þarna, sem er víst allt eins líklegt að gerist.
Thad verdur thá ad gjósa á medan ad ég verd á landinu. Myndir myndir :)
Það er allt eins líklegt að þú náir því Svenni. Ég fylgist að sjálfsögðu vel með þróun mála og sé að dýpt skjálfta minnkar heldur sem þýðir meiri líkur á gosi. Það er víst miðað við 10 km og frá því í gær hafa þeir farið úr 16 km í 14 km (þeir dýpstu). Kvikan er sem sagt á uppleið.
Skrifa ummæli