Eitthvað á þessa leið hefur það litið út þegar ég ætlaði að slá um mig á ítölsku. Eins og Roberto svaraði þá er Babelfish alveg glatað þýðingarforrit. Ég hef nú samt getað notað það til að stauta mig fram úr því sem Rafael vinur minn skrifar á spænsku. Nú veit ég sem sagt að það er ekki Rafael sem er glataður í spænsku (þó ekki væri, enda móðurmál hans) heldur er þýðingarforritið svona lélegt ha ha ha. Roberto er ítalskur sófagestur sem ætlar að passa kettina og íbúðina fyrir mig á meðan ég er í Danmörku. Hann er á leiðinni í líffræðinám í HÍ og vantar húsnæði í einhverja daga eftir að hann kemur.
Talandi um kisur. Ég hef verið að veigra mér við því að blogga um hana Snædísi mina en nú held ég sé kominn tími á það. Ég tók þá erfiðu ákvörðun fyrir u.þ.b. mánuði síðan að láta svæfa hana eftir að hún var byrjuð að taka upp á því að æla alltaf lyfjunum. Ég var búin að verða vör við ælur hér og þar í smátíma og skildi ekkert í þessu, hélt að maturinn væri að fara eitthvað illa í þær. Einn daginn varð ég svo vör við að mín fór bara beint fram og ældi eftir að ég hafði gefið henni lyfin. Þá fór ég nú að fylgjast með frökeninni og jú jú hún var eins og versta bulimia og ældi umsvifalaust eftir að hafa fengið lyfin. Þetta þýddi að hún var aftur byrjuð að pissa hér og þar og var þar að auki í stöðugri paranoju gagnvart fólki. Ég sá það að þetta var ekkert líf fyrir litla skinnið og ekki um annað að ræða en að láta hana sofna svefninum langa. Ég grét svo mikið á meðan hún var að sofna að Helga dýralæknir varð hálfmiður sín og er þó sjálfsagt ýmsu vön. Í skjóli nætur tók ég gröfina hennar í blómabeðinu í garðinum mínum við hliðina á honum Amor. Hún hélt á sínum tíma utan um hann í heilan dag þegar hann var að deyja enda voru þau óaðskiljanleg. Mér skilst að maður megi ekki grafa gæludýr í húsgörðum en er sko nokk sama. Þetta blómabeð er minn einkagrafreitur fyrir mínar kisur. Scarlet hefur gengið Skottu í móðurstað eftir að Snædís fór og sýnir henni einstakt umburðarlyndi og ástúð.
Talandi um kisur. Ég hef verið að veigra mér við því að blogga um hana Snædísi mina en nú held ég sé kominn tími á það. Ég tók þá erfiðu ákvörðun fyrir u.þ.b. mánuði síðan að láta svæfa hana eftir að hún var byrjuð að taka upp á því að æla alltaf lyfjunum. Ég var búin að verða vör við ælur hér og þar í smátíma og skildi ekkert í þessu, hélt að maturinn væri að fara eitthvað illa í þær. Einn daginn varð ég svo vör við að mín fór bara beint fram og ældi eftir að ég hafði gefið henni lyfin. Þá fór ég nú að fylgjast með frökeninni og jú jú hún var eins og versta bulimia og ældi umsvifalaust eftir að hafa fengið lyfin. Þetta þýddi að hún var aftur byrjuð að pissa hér og þar og var þar að auki í stöðugri paranoju gagnvart fólki. Ég sá það að þetta var ekkert líf fyrir litla skinnið og ekki um annað að ræða en að láta hana sofna svefninum langa. Ég grét svo mikið á meðan hún var að sofna að Helga dýralæknir varð hálfmiður sín og er þó sjálfsagt ýmsu vön. Í skjóli nætur tók ég gröfina hennar í blómabeðinu í garðinum mínum við hliðina á honum Amor. Hún hélt á sínum tíma utan um hann í heilan dag þegar hann var að deyja enda voru þau óaðskiljanleg. Mér skilst að maður megi ekki grafa gæludýr í húsgörðum en er sko nokk sama. Þetta blómabeð er minn einkagrafreitur fyrir mínar kisur. Scarlet hefur gengið Skottu í móðurstað eftir að Snædís fór og sýnir henni einstakt umburðarlyndi og ástúð.
4 ummæli:
Hæ elsku Guðlaug. Það er ekki lognmollan í kringum þig frekar en fyrri daginn og talandi af eigin reynslu, þá er það náttúrulega toppurinn "ever" að vera sófagestur hjá þér.
Leiðinlegt að heyra um Snædísi, ég trúi því að þetta hafi verið þér erfitt.
Hafðu það rosa gott, passaðu að ofkeyra þig ekki. Sjáumst vonandi um miðjan jan. Kv. Jóka
ooo, er hún farin í kisuríkið!
Gott að hún hafi gert það, þetta var greinilega það besta fyrir hana.
Hlakka til að hitta þig þegar þú flytur! :)
Vonandi sé ég þig nú...
Knúslí,
Ingileif.
Jóka ég kem aftur frá DK 14. janúar og já ég vona svo sannarlega að við sjáumst þá.
Ingileif ég á örugglega eftir að heimsækja ykkur og knúsa hann Júlíus krúsilíus þegar ég loksins flyt. Það verður nú ekki alveg strax. Stefni á að taka eitt ár í diplómanámi í alþjóðasamskiptum hér í HÍ áður en stefnan verður tekin á doktorsnámið í DK.
æi, hvað þetta er sorglegt. ég er samt fegin að ég er ekki á lyfjum sem ég æli, ég vildi ekki láta svæfa mig :)
Gleðileg ár Guðlaug mín og ég vona að þú eigir farsælt ár í vændum.
kv.
Rannveig Árna
Skrifa ummæli