12 október 2007

Skjálfti á Egilsstöðum

Hvað er eiginlega að gerast þarna fyrir austan?! Ég hef alltaf staðið í þeirri trú að það sé eini staðurinn á landinu þar sem maður er öruggur fyrir jarðskjálftum! Sé ég þá ekki á jarðskjálftakortinu sem ég skoða daglega að kl. 18.39 í dag varð jarðskjálfti á 2 m dýpi upp á 2,5 á Richter 3,3 km ANA af EGILSSTÖÐUM!!! Er þetta eitthvað tengt Kárahnjúkum? Jarðskjálftafræðingarnir hafa víst komist að þeirri niðurstöðu að lætin við Upptyppinga í sumar tengist fyllingu Hálslóns. Það er eins gott ég fylgist með. Reyndar sá ég heilmikla hrinu í byrjun vikunnar í Bárðarbungu (stærsti 3,5 á Richter) og í kringum Upptyppinga og Öskju. Ég er kannski eitthvað hysterísk en mér finnst skrítið hvað er gert lítið úr þessu.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ein spurning, afhverju skoðar þú jarðskjálftakort daglega????????

Netfrænkan sagði...

Hahahahaha er nema von þú spyrjir. Þegar ég fer inn á vedur.is þá kemur alltaf upp mynd af jarðskjálftakorti við hliðina á veðurkortinu. Nú er ég næstum hætt að skoða veðurkortið því mér finnst jarðskjálftakortið miklu meira spennandi. Það er hvort sem er aldrei neitt að marka þessar veðurspár.

Nafnlaus sagði...

Það var verið að sprengja í Selhöfðanum í gær. Grjótnáma Malarvinnslunnar rétt hjá Urriðavatni. Fannst þér ekki 2 metra dýpi svolítið skrýtið.
HB.

Netfrænkan sagði...

Það hlaut að vera!! Ha ha ha nei Hrefna ég spáði ekkert í að það gæti eitthvað verið bogið við hvað hann var grunnt.