16 október 2007

Reyniberjadýrð

Ég held ég hafi aldrei séð reyniberjatrén jafnfalleg og þessa dagana. Þau eru flest orðin algjörlega lauflaus en þakin eldrauðum berjum. Alveg unaðsleg sjón. Fuglarnir eru samt byrjaðir á veislunni fyrir einhverju síðan en magnið er þvílíkt að það gengur ekkert hjá þeim. Mér sýnist þeir geta gert ráð fyrir berjaveislu nánast fram að jólum. Það væri nú magnað ef trén væru svona á jólunum, bara með jólaskrautið tilbúið á sér :-)

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ elsku Guðlaug. Ég átti leið um höfuðborgina í vikunni og tók einmitt eftir þessu með reynitrén. Þau eru yndisleg og ótrúlega þéttsetin berjum. Hugsaði til þín meðan ég var í bænum, en komst ekki lengra í þetta sinn. Vona að heilsan sé á öruggri uppleið í kaffilausu lífi. Knúúúúúús! Jóka

Nafnlaus sagði...

Hæ aftur! Ég mótmæli algerlega að vera nafnlaus, svo hér færðu aðeins meiri knúúúús!

Netfrænkan sagði...

Takk fyrir öll knúsin Jóka :D Hvað segirðu varstu í bænum! Annars var síðasta vika hjá mér lestur á viðtölum non-stop frá morgni og þar til ég fór að sofa þannig að ég hafði víst engan tíma aflögu. Til þess að halda sönsum þá svindlaði ég á kaffinu ehemm. Þrátt fyrir það er orkan á fleygiferð upp á við :D Við reynum bara að hittast í næstu skólaferð hjá þér :-) Stórt knúúúús tilbaka!!