Ekki hefði mér dottið það í hug þegar ég byrjaði í skólanum fyrir nokkrum árum síðan að ég ætti eftir að sitja í hópi SAMkennara í Háskóla Íslands. Það gerðist samt á föstudaginn og mér fannst það eiginlega hálf óraunveruleg upplifun. Á eftir var svo haustfagnaður Félagsvísindadeildar þar sem kennarar og annað starfsfólk deildarinnar kom saman og gerði sér glaðan dag. Enn óraunverulegra takk fyrir. En allavega þá hlakka ég bara til að takast á við þetta verkefni og trúi því að heilsan fari öll að koma til baka. Ég er búin að taka þá ákvörðun að skella mér bara í djúpu laugina og segja upp á sambýlinu í þeirri trú að mér takist að snapa einhver verkefni til þess að eiga í mig og á. Að vísu er þriggja mánaða uppsagnarfrestur en ég ætla að reyna að fá að minnka strax eitthvað við mig. Svo er auðvitað að koma frá sér blessuðu meistaraverkefninu. Unnur Dís ætlar að setja smá pressu á mig enda þarf ég þess til að komast í fjórða eða fimmta gír. Markmiðið er útskrift í febrúar!
02 september 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Til hamingju með þetta Guðlaug, frábært að komast í þetta. Ef þú hugsar það nógu sterkt að þú fáir verkefni þá koma þau á færibandi upp í hendurnar á þér. Það sama gildir um heilsuna, ef þú hugsar jákvætt og einblínir á það að þú sért að jafna þig´þá batnar þér. Ég bendi þér á að lesa bókina eða horfa á myndina "Secret". Það er alveg ótrúlegt hvað gerist ef maður opnar hugann og fer eftir því sem þar er sagt. www.thesecret.tv
Takk fyrir peppið Halldóra og já ég ætla svo sannarlega að einblína á að allt fari eins og ég óska. Það frábærasta er að ég er algjörlega afslöppuð fyrir framtíðinni :) Ég tek þig á orðinu og kynni mér the Secret.
P.S: Þú átt ægilega duglegan son, til hamingju með það. Annars ekki við öðru að búast með jafn frábæra foreldra :)
Hæ hæ, takk fyrir hrósið, hann kemst það sem hann ætlar sér strákurinn.
Já þú skalt kynna þér The Secret, því fyrr því betra fyrir þig. :)
Elsku Gulla, til hamingju. Vænstu þess besta og þá kemur það til þín, þú átt það skilið.
Var einmitt hugsað til þín í dag þegar ég var að lesa... ohhhh hvað hét lokaritgerðin aftur...
Gerð í vor frá Bifröst, minnir eftir Signý Óskarsdóttur. Könnun á þátttöku innflytjenda í sveitarstjórnarkosningunum. Ábyggilega til á bókasafninu á Bifröst, ef ekki einhvers staðar annars staðar líka. Get athugað upplýsingarnar nánar ef þetta passar ekki og þú hefur áhuga.
Hafðu það sem allra best. ak
Elsku Guðlaug!
Ég er svo stolt af þér! Þú ert svo dugleg! Og skrifar líka svo skemmtilega pistla! Fer alltaf reglulega hingað inn á "rúntinum".
Gangi þér vel með heilsuna og ritgerðina og allt hitt.
Knús,
Ingileif.
Skrifa ummæli