Jiiiiii hvað það er gaman að eiga afmæli!! Takk fyrir allar afmæliskveðjurnar sem hefur rignt yfir mig í dag með sms-um og á netinu og í síma. Ég er nefnilega ein af þeim sem finnst ægilega gaman að eiga afmæli og fer sko alls ekkert á bömmer yfir að verða einu árinu eldri. Stína systir bauð mér út að borða í kvöld og við fundum nýjan sjávarréttastað sem heitir Sjávarbarinn og er út á Granda. Mælum svo sannarlega með honum. Okkur langaði að smakka sem flest og dembdum okkur því á fiskihlaðborðið. Þar var boðið upp á Löngu, Keilu, Steinbít, silung og margt fleira afar bragðgott og girnilegt. Mér heyrðist að vísu einn rétturinn vera flugfiskur en það reyndist þá vera plokkfiskur. Það er náttúrulega ekki eins exótískt og flugfiskur en þetta var allavega góður plokkfiskur. Það eina sem skyggði á ánægjuna voru einhver fræ eða kryddkorn ofan á einum réttinum. Ég er nefnilega eins og hrossin, það er hægt að sjá aldurinn með því að líta upp í mig. Tennurnar mega muna sinn fífil fegri þannig að ég reyni að forðast allt sem er mjög hart undir tönn. Hélt það væri farin fylling en þá reyndist það vera grjóthart kryddkorn en tönnin hélt samt, hjúkket! Nú fer ég sæl og ánægð að sofa enda þarf ég víst að fara að breytast í morgunhana og vakna kl. 7. Er að kenna íslensku á Grund milli 8 og 9. Eins og flestir vita þá er ég EKKI morgunmanneskja en það er samt fínt að fá svona aðhald til að vakna á skikkanlegum tíma. Góða nótt og takk aftur mín kæru :-D
30 september 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Thad var ekkert verid ad segja manni á msn í gær ad thú ættir afmæli.
En til hamingju med afmælid í gær elsku frænka
Til haaaaaaaamingju með afmælið, elsku Guðlaug!!!
Ég er eins og þú, mér finnst hrikalega gaman að eiga afmæli - í hvert sinn!
Frábært að þið skylduð hafa hitt á svona dýrindis veitingastað!
Knús,
Ingileif.
Skrifa ummæli