26 september 2007

Komin á ferð....

Það er bara ekkert lát á frábærum hlutum í mínu lífi. Nú fékk ég póst frá formanni Samfélagsins (félag framhaldsnema) með boð um að ríða á vaðið á fyrstu samdrykkju vetrarins 18. okt. og kynna rannsóknina mína. Að sjálfsögðu þakkaði ég gott boð og fer strax að undirbúa mig. Bara fínt fyrir mig að þurfa að taka saman það sem ég er búin að komast að. Nú og svo fékk ég íslenskukennslu á Grund kl. 8 - 9 fimm morgna í viku sem er aldeilis gott aðhald fyrir mig til að druslast á lappir á skikkanlegum tíma á morgnana. Svo er þetta rétt hjá háskólanum þannig að staðsetningin gæti ekki verið betri. Hjólin eru sko meira en tekin að snúast þau eru bara komin á góðan snúning.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Elsku Guðlaug!
Gaman að lesa hvað hjólin eru orðin vel smurð hjá þér! Nú er bara að halda bremsunni líka við, svo þú keyrir ekki of hratt!
Knús,
Ingileif.

Arny sagði...

vá, I had no idea...!! en frábært að finna síðuna þína...!! :-)

Netfrænkan sagði...

Já Ingileif það er kúnstin að bremsa mig af þegar ég er komin á allt of mikla ferð. Held að málið sé skipulagning. Gera ráð fyrir góðri hvíld.
Hvað segirðu Árný vissirðu ekki af síðunni minni. Endilega skoðaðu líka mannfræðibloggið mitt, tengill á það hér til hliðar undir NB!! Það er líka tengill á Valbjörgu sem ég er umsjónarmaður með. Ætla að vera voða dugleg að setja inn ýmislegt sem tengist stórfjölskyldunni þar :-)