Ég held ég sé að breytast í tölvusnilling. Ég er búin að taka tölvuna mína alveg í gegn og nú er hún farin að virka alveg ljómandi vel. Nú síðast lagaði ég hljóðið en það heyrðist varla orðið nokkuð hljóð frá henni. Msn-ið var horfið en Daníel benti mér á að sækja aMSN fyrir Linux og nú er ég loksins aftur komin í samband við umheiminn :) Ellen fannst nú ekkert skrítið að ég væri orðin tölvunörd miðað við tímann sem ég eyði við tölvuna hahahaha.
Nú er ég loksins að verða búin með allan yfirlestur á prófum og lokaskýrslum og er að ganga frá einkunnum. Þá má segja að ég sé formlega komin í jólafrí!
Gleðilegt nýtt ár öll sömul og njótið áramótanna en munið að ganga hægt um gleðinnar dyr!!
31 desember 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Gleðilegt ár frænka :o)
Hvernig náðirðu hljóðinu í tölvuna? Mín er farin að vera frekar lágvær en samt er hún stillt á hæsta....kannski kanntu eitthvað trix?
Knúsar, Kristín P :o)
Gleðilegt ár sömuleiðis :) Ég henti út hljóðskránni (hjá mér er það realtek AC97) og sótti hana aftur. Googlaði bara og fann download. Prófaðu þetta.
Knús!!
Skrifa ummæli