16 desember 2008

Lokaspretturinn

Þessi vika silast alveg áfram enda langþráð jólafrí að byrja á föstudaginn. Það er svo sem nóg að gera hjá mér þessa dagana og tíminn ætti því að vera fljótur að líða þó mér finnist það ekki. Ég er í prófyfirsetu fyrir hádegi sem getur stundum dregist fram yfir hádegi. Seinnipartinn er svo íslenskukennsla og þar að auki er ég að fara yfir próf í námskeiðinu sem ég er aðstoðarkennari í í HÍ. Jólastúss hefur því farið hægt af stað hér á bæ og ekki eitt einasta jólaskraut sjáanlegt enn sem komið er. Ég get svo sem gefið Scarlet það hlutverk að vera jólakötturinn til að bjarga málunum. Veit bara ekki hvort hún er nógu ógnvænleg í það hlutverk. Annars er ég ekkert að stressa mig yfir þessu og ætla að baka nokkrar laufabrauðskökur á sunnudaginn. Þá verður Valur kominn heim úr "helvíti" og getur hent upp seríum og skorið laufabrauð.
Myndin hér fyrir neðan er reyndar af mér og það má reikna með að fleiri gamlar myndir birtist fljótlega. Daníel lánaði mér nefnilega skannann sinn og ég bíð spennt eftir að hafa tíma til að skanna inn gamlar og góðar myndir :D

Engin ummæli: