30 september 2007
Afmælis prinsessan
28 september 2007
Bremsulaus kona og spangólandi köttur
Dagurinn í dag byrjaði eiginlega í gærkvöldi. Mér gekk hálfbrösuglega að sofna og þegar ég loks var við það að festa svefn þá byrjar fröken Snædís að ráfa um vælandi eins og sírena. Þá mundi ég að hún átti eftir að fá lyfin sín og staulaðist fram úr en hún var að sjálfsögðu fljót að láta sig hverfa þegar ég birtist enda veit hún alveg hvenær er komið að lyfjagjöf. Ég þurfti því að sitja fyrir henni og bíða eftir að spangólsþörfin kæmi aftur yfir hana því svei mér þá þetta er eins og hún sé að spangóla. Jeminn góður nú átta ég mig á að það var fullt tungl í gærkvöldi. Það skyldi þó ekki vera eitthvað varúlfsblóð í henni! Nú jæja ég náði henni á endanum og skaut upp í hana þessum 0.1 ml (ekki 1.0 í þetta skiptið) af geðlyfjum. Rek ég ekki augun í að járnmixtúran mín hafði fokið úr glugganum á gólfið, tappinn brotnað og restin af mixtúrunni (sem betur fer var ekki mikið í flöskunni) á gólfinu. Ástæðan fyrir því að hún var út í glugga ásamt fullt af öðru úr ísskápnum er að Adam uppgötvaði að sósuskál hafði farið á hliðina inn í ísskáp og fullt af sósu runnið úr. Ég var farin í háttinn og við ákváðum að þurrka mestu sósuna upp og svo ætlaði ég að þrífa þetta í dag. Nú jæja aftur að mixtúrunni, ég gríp einhvern tuskubleðil og hef ekki einu sinni fyrir því að bleyta hann heldur moppa mestu bleytuna og skríð svo aftur í rúmið. Heldur var aðkoman að eldhúsinu óspennandi þegar ég skreiddist á lappir kl. 9 í morgun. Scarlett ræfillinn var að reyna að kroppa í sig einhvern þurrmat úr matardallinum sem staðsettur var við vegginn en fyrir framan hann var brúnt klístur, sem sagt mixtúran sem ég hafði dreift úr með tuskunni. Hún gat ekki staðið í klístrinu og hafði troðið sér á hlið upp fyrir dallinn og þurfti hálfpartinn að snúa sig úr hálslið til þess að ná einhverju upp í sig. Ég hafði engan tíma til að þrífa þetta, átti að byrja kennslu niður í HÍ kl. 10 og færði því matardallinn hennar á þokkalega hreinan flöt á gólfinu. Þetta var langur og strangur dagur sem einkenndist af þessari slæmu byrjun. Rúmlega sex kom ég heim og fór beint upp í rúm því ég var orðin örmagna. Já já Ingileif ég er strax farin að klikka á bremsunum. Lofaði mér í fullt af kennslu í október. Eftir að hafa skroppið á kaffihús sá ég hverslags vitleysa þetta er í mér og afþakkaði strax eitt námskeið. Þóttist samt geta leyst af á öðru fyrstu tvær vikurnar í okt. Ég held ég hringi á morgun og afþakki það líka. Þrjú námskeið eru alveg nóg með kennslunni í HÍ og meistaraverkefninu.
27 september 2007
Til hamingju með glaðninginn!!
26 september 2007
Komin á ferð....
25 september 2007
Hjólin farin að snúast
24 september 2007
Nýtt líf
19 september 2007
Nálykt í nösum
16 september 2007
Jethro Tull
Ég fór á frábæra tónleika með Steini vini mínum í kvöld. Við vorum sko búin að tryggja okkur miða á Tullinn fyrir löngu síðan og þeir klikkuðu ekki. Ian gamli skoppaði um sviðið með þverflautuna eins og unglingur en ekki sextugur gamlingi og sagði sögur á milli laga. Það vantar ekki húmorinn í karlinn né hina, þeir geisluðu allir af húmor og spilagleði enda var mikil stemming í troðfullum salnum alveg frá því þeir birtust á sviðinu. Ég er sko ekkert feimin við að klappa og góla á frábærum tónleikum. Ég læt fylgja með 16 ára gamalt sýnishorn af tónleikum hjá þeim svo þið fáið smá nasaþef af því hvernig þeir eru á sviði og heyrið stemminguna hjá áhorfendum. Þeir hafa pottþétt ekkert misst dampinn síðan þá. Já og Steinn: takk fyrir frábært kvöld, ég lofa að missa mig ekki í nammið þitt á næstu tónleikum sem við förum á ;-)
15 september 2007
Einstein páfagaukanna
Páfagaukurinn Alex er víst horfinn til fiðraðra feðra sinna. Þetta myndband ætti að vekja áhuga páfagaukavina í fjölskyldunni. Brúsi og Pippilínus verða heldur betur að spýta í fæturna ef þeir eiga að ná viðlíka árangri.
Gamli skólinn minn
14 september 2007
Hvar er klósettið?
Hvað felst í því að vera hermaður? Jú meðal annars að það er ekki alltaf hægt að komast á klósett og maður þarf jafnvel að gera þarfir sínar fyrir allra augum, bæði karlar og konur. Það þýðir ekki að vera með einhvern pempíuskap þegar maður er í miðri eyðimörk að leita að al kaída talíbönum. Það kemur einmitt fram í greininni sem myndin birtist með, að konurnar hafi átt erfitt með bara að segjast þurfa á klósettið í byrjun þjálfunar og þó höfðu þær aðgang að venjulegu salerni þá. Eins og alltaf þá er þetta bara spurning um viðhorf og aðstæður. Það er allt í lagi að liggja berbrjósta á ströndinni fyrir allra augum en maður fer ekki þannig út í búð, eða er það?