22 ágúst 2007
Bílar í dag
Ég er greinilega enn í gamla tímanum þegar kemur að bílum. Allt þetta rafmagnsdót og þjófavarnir eru fyrir ofan minn skilning. Ég fékk nýja bílinn hans Vals lánaðan og lenti í ægilegum hremmingum. Það er auðvitað þjófavörn í honum og ef opnað er með lykli þá fer hún í gang með miklum látum. Ég var eitthvað klaufsk með fjarstýringuna og fékk hana engan veginn til að aflæsa bílfjandanum. Einhvern veginn tókst mér samt að starta bílnum og hann enn læstur!!! Það greip mig að sjálfsögðu algjör panik og ég sá bílinn fyrir mér bruna af stað á undan mér. Því greip ég til þess ráðs að opna með lyklinum sem setti náttúrulega þjófavörnina í gang. Mér tókst á einhvern hátt að slökkva á henni og hef ekki hugmynd um hvernig, en það drapst líka á bílnum. Nú þá ætlaði ég að starta honum með lyklinum en nei nei fer ekki bölvuð þjófavörnin aftur í gang og mér brá svo að ég ýtti eins og brjálæðingur á alla takka á fjarstýringunni og tókst á endanum að slökkva á þessu drasli. Held ég sé búin að ná tökum á þessu núna.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Bíllinn hans Valla er auðvitað með sinn eigin vilja þegar að kemur að þessari þjófavörn. Ég held að hún sé eitthvað geðveik greyið.
Það er ekki bara þjófavörnin sem. Útvarpið á það til að hækka allt í einu í botn og þó ég flýti mér að lækka aftur niður í því þá rýkur það upp í botn aftur. Eina leiðin er að taka það úr sambandi í einhvern tíma svo það verði aftur viðráðanlegt. Ég lenti í þessu þegar ég var að keyra inn í hringtorg og fór næstum yfirum. Ha ha ha minnir mig á auglýsinguna með gömlu konunni sem var með teknó í botni þar sem hún var stopp á ljósum.
Skrifa ummæli