20 janúar 2009

Ný stefna

Jæja þá er ég búin að taka ákvörðun um að sækja um doktorsnámið í Danmörku. Adriënne vinkona mín kemur í febrúar og verður hjá mér í 3 vikur, hún er með þetta allt á hreinu hvernig umsóknarferlið er svo ég fæ hana til að aðstoða mig. Svo er bara að krossa fingur og vona það besta. Ef ég kemst inn þá fæ ég laun frá skólanum sem eru víst bara ágæt (rosalaun í íslenskum krónum auðvitað).
Eins og nærri má geta þá hefur dregist saman í íslenskukennslunni en ég er þó víst með þrjú örugg námskeið hjá sama fyrirtækinu og ég hef verið að kenna hjá sl. ár. Fékk að vita þetta síðasta föstudag en er ekki byrjuð ennþá. Kannski eins gott því ég er búin að vera með einhverja lumbru í mér frá því á laugardag. Lét það þó ekki aftra mér frá því að heimsækja Amal upp á Akranes í gær og gisti hjá henni. Lærði nýja bráðholla uppskrift og að sjálfsögðu fljótlega og ódýra. Ég er bara að verða búin að viða að mér þó nokkrum slatta af arabískum uppskriftum frá henni og fæ að sjálfsögðu einkakennslu :) Gunnar Björn er svo notaður sem tilraunadýr þegar ég prufukeyri uppskriftirnar.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Er Amal flutt upp á Skaga?
Kristín María

Netfrænkan sagði...

Já þangað til í Júní. Hún er með flóttkonurnar. Bissan er svo ánægð það að hún vill ekki flytja aftur í Hafnarfjörðinn :)

AnnaKatrin sagði...

Til hamingju með ákvörðunina. Í hvaða átt ferðu með rannsóknina? Þ.e. hver eru efnistökin?

Vona að þú hafir það sem best, kv. ak

Unknown sagði...

Hæ hæ!
En gaman að þú skulir reyna komast hingað í landið! :) Hlakka til að fá þig örlítið nær!
Kveðjur,
Ingileif.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju Guðlaug mín, frábært hvað allt gengur vel hjá þér.
Vonandi gengur þetta Danmerkurdæmi upp.
kv.
Rannveig