10 janúar 2009
Ameríski mánuðurinn
Ég kveikti á netsjónvarpi enska Aljazeera í kvöld til að horfa á fréttir frá Gaza. Þið getið ímyndað ykkur undrun mína að sjá Geir Haarde á skjánum!! Því miður var það ekki vegna þess að Ísland hefði slitið stjórnmálasambandi við Ísrael heldur var þáttur um fjármálakreppuna á Íslandi. Ég náði nú bara síðustu mínútunum en þetta virtist nokkuð ítarleg umfjöllun þar sem var m.a. rætt við Geir, Hörð Torfa, konu sem ég náði ekki nafninu á, Sverri Ólafsson og einn mann í viðbót. Þó nokkrar landslagsmyndir voru sýndar sem skila sér kannski í nokkrum túristum með fulla vasa af gjaldeyri. Talandi um túrista, það er heilmikil traffík á sófanum hjá mér þessa dagana og svo virðist sem janúar ætli að verða ameríski mánuðurinn því 4 af 5 eru Bandaríkjamenn.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli