28 janúar 2009

Fastir liðir eins og venjulega

Í gær byrjaði ég aftur að kenna. Er með tvö námskeið í röð frá 17 - 20.20 þrisvar í viku. Loksins segi ég nú bara, þetta er hreinlega skemmtilegasta starf sem ég hef unnið við og ég var full eftirvæntingar að byrja. Ég er búin að vera með einhverja undarlega pest í næstum tvær vikur en sem betur fer virðist hún vera að fjara út. Ennþá er ég ekki alveg laus frá háskólanum, þeir sem féllu hjá mér þar þurftu að skila aftur lokaskýrslum sem ég hef verið að fara yfir og þarf að skila af mér á föstudaginn. Nú verð ég að setjast niður og skrifa grein upp úr ritgerðinni minni á íslensku og ensku. Þessi pest setti strik í reikninginn en nú dugir ekki annað en að koma skipulagi á daglega lífið.
Ég held að veturinn sé kominn fyrir alvöru, það kyngir niður snjó og ég sé fram á tröppumokstur næstu daga.

1 ummæli:

Unknown sagði...

Snjóar?! Jahérna hér!
Gangi þér vel með skipulagninguna!
Kveðjur,
Ingileif.