Miðað við fréttir um geitungaþurrð hjá meindýraeyðum á höfuðborgarsvæðinu þá þykir mér einkennilegt hversu mikið af þessum kvikindum læðist inn um gluggana hjá mér. Það líður ekki sá dagur að ég rekist ekki á geitung hér inni. Ég verð nú að segja það að mér þykir ég bara orðin ansi borubrött í návist þeirra, annað en fyrstu árin sem þeir slæddust hér inn. Þá flúði ég nánast húsið ef ég varð vör við þá eða greip hársprey brúsa og murkaði úr þeim líftóruna. Nú læt ég sem ég sjái þá ekki og það bregst ekki að eftir smátíma hunskast þeir út aftur. Hvernig stendur eiginlega á því að það setjast ekki hér að litfögur fiðrildi fólki til ánægju og yndisauka í staðinn fyrir þessa hvimleiðu geitunga sem alltaf þurfa að vera í andlitinu á manni.
Bölvað ólán er þetta annars að geta ekki notið veðurblíðunnar þessa dagana. Tók samt hlé í dag frá lærdómi og rölti niður á Ingólfstorg að kaupa mér ís. Þar var löng biðröð að sjálfsögðu en ég lét mig samt hafa það því mig langaði svo mikið í ísinn. Var nánast kominn með hitaslag þegar ég kom heim aftur þannig að þetta varð ekki beint hressingarganga. Mér skilst að morgundagurinn eigi jafnvel að vera "verri" ætli ég þori nokkuð út fyrir dyr. Ég held ég hafi fengið of stóran skammt af sól og hita á Ítalíu.
4 ummæli:
jiii ... annaðhvort var ég búin að gleyma að þú bloggar .. eða hreinlega ekki búin að fatta það!!
þú ert hér með komin í "leshringinn" ;)
Luv - Kristín F.
Vertu velkomin :D
var á neatflakki allt í einu rakst ég á þig með bloggsíðu kveðja úr Hornafirði ólöf
Jiii Ólöf en hvað það var gaman að þú skyldir rekast hér inn :)
Skrifa ummæli