Nafnið vísar í bílnúmerið á Galantinum hans Vals sem er DH 665. Mér fannst það hæfa honum enda svartur og mystískur (með skyggða afturglugga) eins og nafni hans í kvikmyndinni. Á nýársnótt hefur einhver ekki nennt að labba heim eftir áramótadjammið á Broadway því vinur Vals hafði látið geyma jakkann sinn og voru bíllyklarnir í vasanum. Hann greiddi uppsett geymslugjald en þegar hann ætlaði að sækja jakkann aftur og afhendir geymslumiðann þá er jakkinn bara horfinn og bíllyklarnir þar með. Bílhvarfið uppgötvaðist þó ekki fyrr en kvöldið eftir þegar menn voru að skreiðast á lappir eftir áramótagleðina. Ég vona bara að bílþjófurinn hafi látið sér nægja að komast staða á milli um nóttina og skilið bílinn síðan eftir einhvers staðar. Alla vega þá bið ég fólk að hafa augun opin fyrir mig. Verst ég var nýbúin að kaupa slatta af bensíni á bílinn.
02 janúar 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
heyrðu, hann ætti nú að fá geymslugjaldið á Broadway endurgreitt, hvurslags þjónusta er þetta nú.
En gleðilegt ár Guðlaug, ég sé að árið fer álíka skrikkjótt af stað á þínum bæ eins og mínum.
kv.
Rannveig Árna
Skrifa ummæli