08 mars 2009

Undur náttúrunnar




Alveg er það nú ótrúlegt hvað íslenskar jurtir eru öflugar. Ég er með krónískar kinnholsbólgur sem hafa lengi verið að gera mér lífið leitt og gert það að verkum að ég vakna alltaf þreytt á morgnana sama hvað ég sef lengi. Ástæðan er kolstíflað nef og partur af morgunverkunum verið miklar snýtingar. Í vikunni fékk ég send þurrkuð vallhumalsblóm frá mömmu og bjó mér til te úr þeim fyrir svefninn. Þau stórkostlegu undur gerðust að í fyrsta skipti í marga mánuði og ja eiginlega mörg ár, vaknaði ég úthvíld og ekki vottur af nefstíflu!! Þvílíkur munur að geta andað alla nóttina og nú eru allar morgunsnýtingar úr sögunni. Ég hreinlega trúi þessu varla. Nú verður sko farið á stúfana í sumar og tíndir bílfarmar af þessum töfrablómum.
Félagslífið hefur verið með miklum blóma hjá mér þessa vikuna. Á fimmtudagskvöld var ég boðin út að borða með hópi tungumálakennara frá Belgíu, Finnlandi, Ítalíu og Svíþjóð ásamt gestgjöfum þeirra í Alþjóðahúsi. Sat svo fund með þeim allan föstudaginn um tungumálakennslu, þetta er eitthvað Grundtvig samstarf sem Alþjóðahús er hluti af. Í gærkvöldi buðu Ricardo og Tamara mér út að borða á Boston. Rosalega kósý staður á Laugaveginum, maturinn alveg meiriháttar góður, ódýr og vel útilátinn.
Ég keyrði Adriënne á flugvöllinn í morgun eftir ægilega notalegar tvær vikur hjá mér. Hún var samt farin að hlakka til að koma heim og undirbúa fæðingu barnsins og að fara í vorverkin í garðinum.
Valur kemur í land eldsnemma í fyrramálið og fer aftur út seinnipartinn. Ég vona að hann fái far í bæinn annars þarf ég að keyra til Grindavíkur klukkan sjö í fyrramálið.
Ég er með aukakennslu næstu tvær vikurnar og grunnskólafræðslu svo það verður nóg að gera hjá mér í mars. Þar að auki er fullbókað af sófagestum þennan mánuð.

3 ummæli:

Babzy.B sagði...

what are these flowers ?

Netfrænkan sagði...

In Icelandic Vallhumall in Latin Achillea millefolium. An excellent nature medicin, my mom sent me a bag of dried flowers for tea and now I can breath through my nose when I sleep yaayyy :)

Nafnlaus sagði...

Afabróðir minn, Erlingur Filippusson grasalæknir, sagði að engin íslensk jurt hefði meiri lækningarmátt en vallhumallinn.
Gangi þér vel gæskan.
kveðja
Rannveig Árna