14 september 2008

Myrkraverk

Það er ekki ljós á einum einasta ljósastaur í götunni hjá mér og má sennilega kenna um framkvæmdunum milli Einholts og Þverholts. Þar sem ekkert hefur verið að gerast í þeim síðustu mánuði þá lítur út fyrir að við verðum ljóslaus lengi enn sem mér líst ekkert á. Í gærkvöldi var ég á leið út í sjoppu í myrkrinu og sá móta fyrir stórum og að því er mér virtist, frekar hoknum manni framundan mér. Ég gekk auðvitað rösklega enda ekkert vel við að paufast þarna í myrkrinu. Sem ég kem upp að hlið mannsins heyrist hátt stutt urr frá honum og trúið mér hjartað tók tíu aukaslög og hárin risu á höfðinu. Tunglið var fullt og vel er þekkt að þá fara varúlfar á kreik. Fyrstu viðbrögð voru því að snúa við og flýja öskrandi heim en sem betur fer harkaði ég þó af mér enda kom í ljós að þetta var bara nágranni minn sem er langt frá því að líkjast varúlfi og urrið kom frá smá kjölturakka kvikindi sem hann var með í kvöldgöngu :)

Engin ummæli: