Jæja ég fékk frest í rúmar tvær vikur og er ekkert lítið fegin. Þá er bara að ná að klára áður en líkaminn gefur sig aftur. Ég er farin að ganga verulega á mig og hef lítið úthald þannig að allt stefnir í sömu átt og fyrir ári síðan með tilheyrandi handskjálfta og svima. Ég er ákveðin í að klára þetta svo ég geti farið að vinna í að ná heilsunni aftur. Verð bara að vera dugleg að taka djúpslökun inn á milli, það virkar alveg ótrúlega vel.
Fékk bréf frá Davíð frænda í gær, verðum víst að fara að hysja upp um okkur og koma út tilkynningu um Rauðholtsættarmótið. Hann óskaði eftir sjálfboðaliða í að halda utan um skráningargjöld og að sjálfsögðu bauð ég mig fram í það. Mér líst miklu betur á það en að vera í matar- eða skemmtinefnd, annars skilst mér að austanfólk ætli að sjá um matinn. Það toppar nú samt örugglega ekki matinn á Þorkelsmótinu!!
Valur var að byrja í kvöldskólanum í FB og tók bara einn áfanga á fyrstu önninni svona til að aðlagast skólaumhverfinu á ný. Það er ekkert auðvelt að byrja aftur eftir allt niðurbrotið í grunnskólanum. Ég verð enn bara reið þegar ég hugsa um þá martröð og legg ekki í að byrja að skrifa það sem mér finnst um íslenska skólakerfið því það yrði svo langur reiðipistill. Núna ætla ég að skríða snemma í háttinn og sofa út í fyrramálið svo ég verði í góðum vinnugír.
Góða helgi!
1 ummæli:
Gangi þér sem allra best. Sendi góða strauma í hendur og heila.
Ást og friður frá ak.
Skrifa ummæli